Í byrjun árs 2016 var nýju átaki hrint af stað fyrir alþjóðamarkað. Icelandair Stopover Buddy þjónustan gerði farþegum sem stoppuðu á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið kleift að biðja um ferðafélaga, Stopover Buddy, sem var einnig starfsmaður Icelandair. Verkefnið hlaut mikla athygli á alþjóðavísu.
Þremur nýjum áfangastöðum var bætt við leiðarkerfi Icelandair, sem styrkti það enn frekar. Byrjað var að fljúga til Chicago í Bandaríkjunum, Montreal í Kanada og Aberdeen í Skotlandi. Orly flugvelli í París var að sama skapi bætt við í leiðarkerfið aftur, ásamt því að fljúga áfram til Charles de Gaulle.
Til að anna aukinni flugtíðni var nýrri Boeing 767 breiðþotu bætt við í flotann. Þotan skyldi sinna helst áfangastöðum með tíðum ferðum. Alls voru þá 28 vélar í flotanum: 25 Boeing 757-200, ein Boeing 757-300 og tvær Boeing 767-300.
Um sumarið flaug Icelandair með karlalandsliðið í knattspyrnu til Frakklands á þeirra fyrsta Evrópumót.
Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun um borð sem gerði farþegum kleift að nota debetkort við greiðslu, en það var bylting í þjónustu Icelandair.
Icelandair varð fyrsta evrópska flugfélagið sem býður upp á aðgang að þráðlausu neti frá hliði til hliðs.