Pingdom Check

Samfélagsábyrgð

Icelandair Group leggur áherslu á að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Fyrirtækið hefur sett fram skýr markmið og áætlanir byggðar á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, til þess að tryggja að þessari stefnuáherslu sé framfylgt.

Stefna í samfélagsábyrgð

Stefna félagsins í samfélagábyrgð byggir á fjórum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en þau hafa markað sér sess sem sameiginlegt tungumál stjórnvalda og atvinnulífs til þess að stuðla í sameiningu að sjálfbærri framtíð.
Lesa nánar

Umhverfismál

Það er stefna Icelandair að lágmarka umhverfisáhrif frá starfseminni og bæta stöðugt árangur í umhverfismálum.
Lesa nánar

Viðskiptahættir

Icelandair leggur sérstaka áherslu á samstarf við íslenska birgja til þess að styðja við innlendan iðnað. Við höfum það fyrir reglu að bjóða upp á innlendar matvöru í fluginu okkar, fyrir erlenda viðskiptavini sem vilja brot af því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Við val á þeim vörum sem boðið er upp á um borð, tökum við tillit til bæði gæða og sjálfbærni í framleiðslu.
Lesa nánar

Styrktarstoðir

Icelandair er stoltur styrktaraðili margra viðburða og verkefna víðs vegar um heiminn. Hjá félaginu er starfrækt styrktarnefnd sem fer yfir allar umsóknir sem berast. Til að stuðla að því að allar umsóknir hljóti sanngjarna afgreiðslu þá fer styrktarnefndin aðeins yfir þær umsóknir sem berast í gegnum formið á vefsíðu okkar. Beiðnir sem berast með tölvupósti, símtölum, bréfpósti eða munnlega eru ekki teknar fyrir af nefndinni.
Lesa nánar