Stefna í samfélagsábyrgð
Flugsamgöngur í eðli sínu tengja saman fólk, menningu og auðvelda alþjóðleg samskipti, viðskipti og flutninga. Fyrir eyju í miðju Atlantshafi eru flugsamgöngur grundvöllur sambands við umheiminn og viðheldur góðum lífsgæðum. Sem leiðandi flugfélag á Íslandi og mikilvægur vinnuveitandi tekur samstæðan ábyrgð sína gagnvart hagaðilum eins og starfsmönnum, viðskiptavinum, hluthöfum, umhverfinu, samfélaginu og íslenska hagkerfinu mjög alvarlega.
Stefna félagsins í samfélagábyrgð byggir á fjórum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en þau hafa markað sér sess sem sameiginlegt tungumál stjórnvalda og atvinnulífs til þess að stuðla í sameiningu að sjálfbærri framtíð.