Pingdom Check

Styrktarstoðir

Icelandair er stoltur styrktaraðili margra viðburða og verkefna víðs vegar um heiminn. Til að stuðla að því að allar styrktarumsóknir hljóti sanngjarna afgreiðslu er eingöngu farið yfir þær umsóknir sem berast í gegnum formið á þessari síðu.

Við tökum öllum hugmyndum um styrktarverkefni með opnum huga en við val á umsóknum sem fá styrk er farið eftir stefnu í styrktarmálum og því mælum við með að kynna styrktarmöguleikana vel. Ef þín hugmynd fellur ekki innan þessa ramma þá eru ekki miklar líkur á því að Icelandair geti verið styrktaraðili.

Hjá félaginu er starfrækt styrktarnefnd sem fer reglulega yfir allar umsóknir en beiðnir sem berast með tölvupósti, símtölum, bréfpósti eða munnlega eru ekki teknar fyrir af nefndinni. Vegna fjölda umsókna er okkur ómögulegt að svara þeim öllum og því verður einungis þeim umsóknum svarað sem fá styrk. Ef þú hefur ekki fengið svar við þinni umsókn innan 2 vikna verður þú að líta svo á að umsókn þín hafi ekki verið samþykkt.

Við hvetjum umsækjendur til að sækja um með góðum fyrirvara. Umsóknum sem berast með skömmum fyrirvara, t.d. nokkurra daga eða vikna, er því nánast ómögulegt að verða við. Því miður getum við ekki veitt upplýsingar um stöðu ákveðinna umsókna utan þess tímaramma sem að ofan er gefinn. Við tökum ekki ábyrgð á þeim breytingum sem geta orðið á fargjaldi hjá umsækjanda á meðan á umsóknarferli stendur.

Icelandair getur ekki styrkt málefni eða viðburði sem tengjast áfengi, tóbaki, pólitík eða trúmálum.

Tegund styrkja

Íþróttir

Við erum stolt af því að styðja og styrkja alþjóðlegt íþróttalíf með okkar starfsemi. Hér að neðan eru nokkur dæmi um það fjölbreytta íþróttalíf sem Icelandair hefur stutt í gegnum tíðina með einum eða öðrum hætti:

  • Íþrótta – og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ)
  • Handknattleikssamband Íslands (HSÍ)
  • Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)
  • Golfsamband Íslands (GSÍ)
  • Íþróttasamband Fatlaðra (ÍF)
  • Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ)

Icelandair styrkir ekki einstaka íþróttamenn né einstök íþróttafélög heldur vonumst við til að ná til sem flestra með stuðningi okkar við ofangreind sérsambönd.

Ef umsóknin felur í sér aðkomu eins ofantalinna félaga, hafðu samband við það félag beint. Ef umsóknin felur ekki í sér eitt ofantalinna félaga mun stjórn sjóðsins hafna umsókninni.

Fylltu út formið fyrir neðan ef þú vilt senda inn umsókn vegna annars konar góðgerðarmála.

Tónlist

Stuðningur Icelandair við tónlist felst í því að flytja íslenska listamenn á erlenda grund og jafnframt að gera erlendum tónlistarunnendum kleift að koma til Íslands og upplifa hér tónleika og tónlistarhátíðir. Í því augnamiði styrkir Icelandair Músiktilraunir og Iceland Airwaves.

Músíktilraunir

Við hjá Icelandair erum stolt af að veita ungu og hæfileikaríku tónlistarfólki stuðning gegnum Músíktilraunir. Músíktilraunir er tónlistarviðburður þar sem unga fólkið kemur fram í fyrsta skipti opinberlega og fær tækifæri til að standa í sviðsljósinu og leika tónlist.

Við verðlaunum þá sem vinna á Músíktilraunum með því að gefa þeim færi á að leika á hinni árlegu tónlistarhátíð Iceland Airwaves.

Iceland Airwaves

Icelandair stofnaði tónlistarhátíðina Iceland Airwaves og er aðalstyrktaraðili hátíðarinnar, tónlistarviðburðar sem efnt var til fyrsta skipti árið 1999 og hafði þá að megintilgangi að kynna íslenskt tónlistarfólk fyrir fulltrúum erlendra hljómplötuútgefenda. Síðan þá hefur tónlistarhátíðin Iceland Airwaves vaxið að umfangi, blómstrað og dafnað og er nú gildur þáttur í menningarlífi Reykjavíkur þar sem margt tónlistarfólk kemur fram. Vinnan og fyrirhöfnin, sem farið hafa í undirbúning og framkvæmd við þessa tónlistarhátíð, hafa borið góðan ávöxt og nú hafa margir íslenskir tónlistarmenn öðlast viðurkenningu á alþjóðavettvangi.

Fylltu út formið fyrir neðan ef þú vilt senda inn umsókn vegna annars konar góðgerðarmála.

Vildarbörn

Við hjá Icelandair gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að fyrirtæki taki þátt í samfélagslegum málefnum. Við kunnum líka að meta gildi þess að halda tryggð við stök verkefni til lengri tíma. Þannig byggist upp þekking og reynsla í mikilvægum málaflokkum.

Við stofnuðum ferðasjóðinn Vildarbörn á fyrsta degi sumars árið 2003. Markmið sjóðsins er að veita börnum sem glíma við langvarandi veikindi og börnum sem búa við erfiðar aðstæður, tækifæri til þess að ferðast með fjölskyldum sínum. Í hverju flugi vekur áhöfnin athygli á sjóðnum og safnar framlögum frá þeim farþegum sem vilja gefa í sjóðinn. Tvisvar á ári velur stjórn Vildarbarna úr stórum hópi umsækjenda.

Ef fyrirspurnin þín samræmist markmiðum Vildarbarna, sendu umsókn gegnum vef verkefnisins.

Fylltu út formið fyrir neðan ef þú vilt senda inn umsókn vegna annars konar góðgerðarmála.

Annað

Grunnatriði skulu koma skýrt fram í umsókninni, t.d. hvað, hvenær og hvar. Hver er hópurinn sem á að ná til? Hversu margir munu sjá skilaboðin? Hvers æskirðu af Icelandair? Eru aðrir styrktaraðilar í myndinni? Hvers vegna velur þú að leita til Icelandair? Hvers vegna ætti Icelandair að styrkja málefnið? Hver er tengiliður vegna umsóknarinnar?

Þegar við leggjum málefnum lið ætlumst við til þess að það komi ávallt skýrt fram þegar málefnið er kynnt opinberlega auk þess sem upplýsingar um félagið og/eða einstaka þjónustu þess fylgi með. Icelandair getur ekki styrkt málefni eða viðburði sem tengjast áfengi, tóbaki, pólitík eða trúmálum.

Fylltu út formið fyrir neðan ef þú vilt senda inn umsókn vegna annars konar góðgerðarmála.

Umsókn vegna annars konar góðgerðarmála