Pingdom Check

Styrktarstoðir

Icelandair er stoltur styrktaraðili margra viðburða og verkefna víðs vegar um heiminn. Hjá félaginu er starfrækt styrktarnefnd sem fer yfir allar umsóknir sem berast.

Til að stuðla að því að allar umsóknir hljóti sanngjarna afgreiðslu þá fer styrktarnefndin aðeins yfir þær umsóknir sem berast í gegnum formið á vefsíðu okkar. Beiðnir sem berast með tölvupósti, símtölum, bréfpósti eða munnlega eru ekki teknar fyrir af nefndinni.

Icelandair hefur skýra stefnu í styrktarmálum. Vinsamlegast kynnið ykkur styrktarmöguleikana vel. Þannig fáið þið allar þær upplýsingar um þær lágmarkskröfur sem Icelandair gerir til styrkumsókna og hvað hægt er að gera til þess að auka líkurnar á á vali.

Ef þín hugmynd fellur ekki innan þessa ramma þá eru ekki miklar líkur á því að Icelandair geti styrkt þitt verkefni. En við tökum öllum hugmyndum um styrktarverkefni með opnum huga. Stjórn sjóðsins hittist reglulega og fer yfir þær umsóknir sem hafa borist frá síðasta fundi.

Vegna fjölda umsókna er okkur ómögulegt að svara þeim öllum. Þannig verður einungis þeim umsóknum svarað sem við ákveðum að styðja. Ef þú hefur ekki fengið svar við þinni umsókn innan 2 vikna verður þú að líta svo á að umsókn þinni hafi verið hafnað.

Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um með góðum fyrirvara. Hjá jafn stóru félagi og Icelandair er langtímaskipulagning óhjákvæmileg og hluti af faglegum vinnubrögðum. Umsóknum sem berast með skömmum fyrirvara, sem dæmi: nokkurra daga eða vikna, er því nánast ómögulegt að verða við. Við biðjum umsækjendur að sýna því skilning og skila umsóknum inn tímanlega. Við getum ekki veitt upplýsingar um stöðu ákveðinna umsókna utan þess tímaramma sem að ofan er gefinn.

Icelandair getur ekki styrkt málefni eða viðburði sem tengjast áfengi, tóbaki, pólitík eða trúmálum.

Icelandair tekur ekki ábyrgð á þeim breytingum sem geta orðið á fargjaldi hjá umsækjanda á meðan á umsóknarferli stendur.