Pingdom Check


Viðskiptahættir

Icelandair leggur sérstaka áherslu á samstarf við íslenska birgja til þess að styðja við innlendan iðnað. Við höfum það fyrir reglu að bjóða upp á innlenda matvöru í fluginu okkar, fyrir erlenda viðskiptavini sem vilja brot af því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Við val á þeim vörum sem boðið er upp á um borð, tökum við tillit til bæði gæða og sjálfbærni í framleiðslu.

Icelandair á í viðskiptum við fleiri en 2000 birgja um allan heim. Við erum einn stærsti kaupandi vöru og þjónustu á Íslandi og því fylgir nokkuð stórt kolefnisfótspor. Árið 2019 unnum við að því að samræma aðfangakeðjur félagsins og ábyrg viðskipti á þessu sviði eru eitt þeirra málefna sem félagið leggur sérstaka áherslu á. Við vinnum að því að flokka þá birgja sem við skiptum við eftir því hversu sjálfbær framleiðsla hvers og eins, auk þess sem við erum að leggja drögin að vöktun og eftirfylgni við þessi mál. Við höfum þegar kortlagt sjálfbærni stærstu birgjanna sem við skiptum við og það starfsfólk okkar sem starfar á þessu sviði hefur fengið fræðslu um ábyrgar aðfangakeðjur.

Við viljum tryggja að aðfangakeðja fyrirtækisins sé ábyrg

  • Gera áhættumat á þeim 100 birgjum sem við skiptum mest við og grípa til aðgerða í samræmi við niðurstöður fyrir árslok 2020.
  • Tryggja að siðareglur fyrir birgja og þjónustuaðila verði orðið hluti af öllum samningum fyrir árslok 2021.
  • Gera áhættumat á öllum birgjum sem við eigum í verulegum viðskiptum við og grípa til aðgerða í samræmi við niðurstöður fyrir árslok 2021.

Á árinu 2020 munum við efla eftirlit með aðfangakeðju félagsins með betra utanumhaldi utan um birgja og þjónustuaðila. Einn liður í því verkefni er að fá birgja og þjónustuaðila til að gangast við sérstökum siðareglum (e. Supplier Code of Conduct) við undirritun allra nýrra samninga. Stefnt er að því að siðareglurnar verði liður í öllum slíkum samningum við árslok 2020. Annar liður er að útbúa áhættumat fyrir val á birgjum, spurningalista, mat á eftirfylgni, gera úttektir á birgjum og þjónustuaðilum og útbúa leiðbeiningar til þeirra.

Aðgerðir gegn spillingu og mútumálum

Icelandair sinnir öllum viðskiptum sínum á heiðarlegan og siðferðilegan hátt og heiðarleiki hvers starfsmanns skiptir máli til að viðhalda góðu orðspori og trausti til fyrirtækisins. Allir einstaklingar, sem eru fulltrúar eða sinna þjónustu fyrir eða fyrir hönd Icelandair, verða að fara eftir viðeigandi lögum og reglugerðum um mútur og spillingu og siðareglum Icelandair.

Ný stefna um aðgerðir gegn spillingu og mútumál var samþykkt af stjórn snemma árs 2020 sem nær til allra starfsmanna, allrar starfsemi, dótturfélaga og tengdra félaga í öllum löndum sem félagið starfar í.