Viðskiptahættir
Icelandair leggur sérstaka áherslu á samstarf við íslenska birgja til þess að styðja við innlendan iðnað. Við höfum það fyrir reglu að bjóða upp á innlenda matvöru í fluginu okkar, fyrir erlenda viðskiptavini sem vilja brot af því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Við val á þeim vörum sem boðið er upp á um borð, tökum við tillit til bæði gæða og sjálfbærni í framleiðslu.
Icelandair á í viðskiptum við fleiri en 2000 birgja um allan heim. Við erum einn stærsti kaupandi vöru og þjónustu á Íslandi og því fylgir nokkuð stórt kolefnisfótspor. Árið 2019 unnum við að því að samræma aðfangakeðjur félagsins og ábyrg viðskipti á þessu sviði eru eitt þeirra málefna sem félagið leggur sérstaka áherslu á. Við vinnum að því að flokka þá birgja sem við skiptum við eftir því hversu sjálfbær framleiðsla hvers og eins, auk þess sem við erum að leggja drögin að vöktun og eftirfylgni við þessi mál. Við höfum þegar kortlagt sjálfbærni stærstu birgjanna sem við skiptum við og það starfsfólk okkar sem starfar á þessu sviði hefur fengið fræðslu um ábyrgar aðfangakeðjur.