Samstarfsflugfélög
Við störfum með flugfélögum sem deila ástríðu okkar og gildum gagnvart viðskiptavinum og upplifun þeirra.
Við erum stolt af ört vaxandi leiðakerfi okkar sem gerir okkur kleift að færa heiminn nær Íslandi.
Við störfum með flugfélögum sem deila ástríðu okkar og gildum gagnvart viðskiptavinum og upplifun þeirra.
Við erum stolt af ört vaxandi leiðakerfi okkar sem gerir okkur kleift að færa heiminn nær Íslandi.
Við eigum í sérstöku samstarfi við nokkur flugfélög sem gerir okkur kleift að bæta flugnúmeri Icelandair (FI) við flug á vegum þessara flugfélaga.
Þannig geta viðskipavinir okkar bókað ferð á einum miða, þar sem annar flugleggurinn er á vegum Icelandair og hinn á vegum samstarfsfélags okkar.
Icelandair er einnig með svokallaða Interline samninga við 70 flugfélög. Samningur er gerður milli tveggja eða fleiri flugfélaga um ýmis konar samstarf. Samstarfið getur falist í því að farþegi þarf einungis að innrita sig á einum stað og tryggt er að farangur skili sér á lokaáfangastað. Við mælum þó alltaf með að skoða vel skilmála allra flugfélaga.
Munurinn á þessum samningum og samningum um sammerkt flug er að flugnúmer Icelandair er ekki á öllum flugleiðum.
Hér finnur þú svörin sem þú leitar að um tengiflug með samstarfsaðilunum okkar.