Jafnlaunastefna Icelandair Group
Markmið jafnlaunastefnunnar er að tryggja launajafnrétti innan fyrirtækisins með innleiðingu jafnlaunakerfis. Icelandair Group skuldbindur sig til að tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni. Það er á ábyrgð stjórnenda að framfylgja stefnunni og tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt við launaákvarðanir. Framkvæmdastjórn Icelandair Group setur fram jafnlaunamarkmið árlega sem mæld eru í launagreiningu. Framkvæmdastjóri mannauðs og menningar er ábyrgur fyrir stöðugum umbótum á jafnlaunakerfi fyrirtækisins ásamt eftirliti með jafnlaunastefnunni. Jafnlaunastefna Icelandair Group er órjúfanlegur hluti af mannauðsstefnu félagsins. Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 og skv. jafnlaunastaðlinum ÍST 85.