Framkvæmdastjórn Icelandair
Alþjóðaflugstarfsemi Icelandair er kjarninn í starfsemi Icelandair Group. Í framkvæmdastjórn félagsins sitja forstjóri og framkvæmdastjórar átta sviða Icelandair Group.
Starfsemi Icelandair Group skiptist í átta svið. Sölu- og þjónustusvið, flugrekstrarsvið og flugflutningasvið vinna að því að hámarka afkomu af alþjóðlegu leiðarkerfi Icelandair. Flugvélaleiga og ráðgjöf nýtir þekkingu, reynslu og rekstrarþætti félagsins í leiguverkefnum og ráðgjöf til flugfélaga víðs vegar í heiminum. Þá vinna fjögur stoðsvið þvert á fyrirtækið: fjármálasvið, mannauðssvið, stafræn þróun og upplýsingatækni, sem og flugfloti og leiðarkerfi. Framkvæmdastjórar þessara sviða mynda framkvæmdastjórn Icelandair Group ásamt Boga Nils Bogasyni, forstjóra félagsins.