Farangursheimildin á miðanum þínum fer eftir því fargjaldi sem þú flýgur á:
Fargjöld | Innritaður farangur | Handfarangur |
---|---|---|
Economy Light | Enginn | 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota |
Economy Standard | 1 taska sem vegur allt að 23 kg | 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota |
Economy Flex | 1 taska sem vegur allt að 23 kg | 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota |
Saga Premium | 2 töskur sem vega allt að 32 kg hvor | 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota |
Saga Premium Flex | 2 töskur sem vega allt að 32 kg hvor | 2 töskur (10 kg hvor) + einn hlutur til persónulegra nota |
Þarftu að bæta við farangursheimildina þína?
Skoðaðu síðuna okkar um aukafarangur, eða bættu farangri við núverandi bókun:
Samanlögð hæð + lengd + breidd (X, Y, Z á mynd) er að hámarki 158 cm, að meðtöldu handfangi og hjólum. Hámarksþyngd er 23 kg.
Allur farangur yfir 158 cm að umfangi er skilgreindur sem sérfarangur (odd-sized) og er innritaður eins og aðrar töskur. Starfsfólk á flugvelli getur leiðbeint þér að beltinu fyrir sérfarangur.
Handfarangurstaska þarf að rúmast í farangurshólfi yfir sætum. Ef handfarangurinn fer yfir stærðar eða þyngdartakmörk verður hann innritaður. Greiða þarf gjald fyrir handfarangur sem er innritaður við brottfararhlið. Gjaldið samsvarar kostnaði auka tösku.
Hámarksstærð (að meðtöldu handfangi og hjólum): 55 x 40 x 20 cm.
Hámarksþyngd: 10 kg.
Farþegar mega hafa með sér um borð einn lítinn hlut á borð við veski, bakpoka eða fartölvutösku, sem þarf að komast fyrir undir sætinu fyrir framan þá.
Hámarksstærð: 40 x 30 x 15 cm.
Börn (2-11 ára)
Ungbörn (undir tveggja ára aldri)
Saga Gold og Silver félagar
Dýr
Íþróttabúnaður
Eftirfarandi reglur gilda um farangursheimildina ef millilandaflug tengist við innanlands- eða Grænlandsflug á sama miða:
Tengiflug með öðrum flugfélögum
Ef flogið er með öðrum flugfélögum en Icelandair á sama miða gætu aðrar reglur um farangursheimild átt við. Þær gætu átt við um ýmis gjöld og tollfrjálsan varning sem keyptur hefur verið á leiðinni. Auka farangursheimild fyrir tengiflug með öðru flugfélagi er einungis hægt að kaupa við innritun á flugvelli (það er ekki hægt að kaupa hana á vefsíðunni okkar).
Kynntu þér vandlega farangursreglur samstarfsaðila okkar og upplýsingarnar sem koma fram á miðanum þínum.
airBaltic | Alaska Airlines | Emirates | Finnair | ITA Airways | JetBlue Airways | SAS | Southwest Airlines | TAP Air Portugal | Turkish Airlines