Flug til Halifax með Icelandair, verð frá 75.515 kr.*

Flug til Halifax á næstu þremur mánuðum

kr.

Reykjavík (KEF)-

Halifax (YHZ)
04. apr. 2025 - 07. apr. 2025
Frá
92.685 kr.*
Síðast skoðað: 22 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Halifax (YHZ)
14. apr. 2025 - 19. apr. 2025
Frá
92.685 kr.*
Síðast skoðað: 22 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Halifax (YHZ)
09. apr. 2025 - 15. apr. 2025
Frá
92.685 kr.*
Síðast skoðað: 22 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Halifax (YHZ)
27. apr. 2025 - 03. maí 2025
Frá
99.885 kr.*
Síðast skoðað: 22 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Halifax (YHZ)
25. apr. 2025 - 28. apr. 2025
Frá
99.885 kr.*
Síðast skoðað: 22 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Halifax (YHZ)
25. apr. 2025 - 29. apr. 2025
Frá
99.885 kr.*
Síðast skoðað: 22 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Halifax (YHZ)
23. apr. 2025 - 28. apr. 2025
Frá
99.885 kr.*
Síðast skoðað: 22 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Halifax (YHZ)
23. apr. 2025 - 30. apr. 2025
Frá
99.885 kr.*
Síðast skoðað: 22 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Akureyri (AEY)-

Halifax (YHZ)
02. feb. 2025 - 06. feb. 2025
Frá
126.890 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Akureyri (AEY)-

Halifax (YHZ)
16. feb. 2025 - 18. feb. 2025
Frá
126.890 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Akureyri (AEY)-

Halifax (YHZ)
25. feb. 2025 - 04. mar. 2025
Frá
126.890 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Akureyri (AEY)-

Halifax (YHZ)
14. feb. 2025 - 19. feb. 2025
Frá
128.190 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Planaðu ferðalag til Halifax með góðum fyrirvara

kr.
Planaðu ferðalag til Halifax með góðum fyrirvara
Frá
Til
Fargjald
Dagsetningar
Verð
FráReykjavík (KEF)TilHalifax (YHZ)Báðar leiðir
/
Economy
14. okt. 2025 - 16. okt. 2025

Frá

75.515 kr.*

Síðast skoðað: 22 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilHalifax (YHZ)Báðar leiðir
/
Economy
20. okt. 2025 - 23. okt. 2025

Frá

75.515 kr.*

Síðast skoðað: 22 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilHalifax (YHZ)Báðar leiðir
/
Economy
03. okt. 2025 - 06. okt. 2025

Frá

75.515 kr.*

Síðast skoðað: 22 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilHalifax (YHZ)Báðar leiðir
/
Economy
06. okt. 2025 - 10. okt. 2025

Frá

75.515 kr.*

Síðast skoðað: 22 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilHalifax (YHZ)Báðar leiðir
/
Economy
06. okt. 2025 - 13. okt. 2025

Frá

75.515 kr.*

Síðast skoðað: 22 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilHalifax (YHZ)Báðar leiðir
/
Economy
10. okt. 2025 - 15. okt. 2025

Frá

75.515 kr.*

Síðast skoðað: 22 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilHalifax (YHZ)Báðar leiðir
/
Economy
01. okt. 2025 - 08. okt. 2025

Frá

75.515 kr.*

Síðast skoðað: 22 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilHalifax (YHZ)Báðar leiðir
/
Economy
03. okt. 2025 - 08. okt. 2025

Frá

75.515 kr.*

Síðast skoðað: 22 klst. síðan

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Ferðalag til Halifax

Halifax í hnotskurn

Nálægðin við hafið hefur mótað sögu og menningu Halifax og ljáð henni mörg þau sérkenni sem gera hana forvitnilegan áfangastað og tilvalinn fyrir afslappað frí með fjölskyldunni.

Fögur strandlengjan, ferskt sjávarfangið og áþreifanlegar minjar um langa sögu sjósóknar spila öll sína rullu. Höfuðborg Nova Scotia vekur almennt minni athygli en stærri borgir Kanada, en þessi söguríki höfuðstaður leynir á sér.

Besti tíminn til að heimsækja Halifax er frá maí fram í október. Veðurblíðan er mest yfir sumarið og þá stendur líka til boða stærsta úrvalið af hátíðum og menningarviðburðum af ýmsu tagi. Á þessum árstíma fyllast strandirnar og almenningsgarðarnir af sóldýrkendum. En haustlitadýrðin býr líka yfir sérstöku aðdráttarafli, annars konar fegurð, þrátt fyrir lækkandi hitastig.

Nova Scotia

Halifax er höfuðborg Nova Scotia, héraðs við austurströnd Kanada. Hún er í senn lifandi hafnarborg og iðandi miðstöð verslunar og viðskipta.

Nova Scotia virðist á korti eins konar angi út af meginlandi Kanada, hér um bil alveg umkringdur Atlantshafinu. Heimamenn hafa kallað héraðið „Canada‘s Ocean Playground“.

Nova Scotia er gjarnan felld í flokk með tveimur nágrönnum sínum: New Brunswick og Prince Edward Island. Saman eru þessi svæði kölluð Sjávarsvæðin, eða the Maritime Provinces.

Ferð til Halifax veitir tækifæri til að njóta náttúrufegurðarinnar í grennd við borgina, ferðast um flóann Bay of Fundy, sem þekktur er fyrir ótrúleg umskipti milli flóðs og fjöru, eða kanna náttúru og dýralíf um borð í kanóa, á báti eða tveimur jafnfljótum á Cape Breton Island.

Sögur af sæförum og sjávarháska

Halifax stendur við breiða og djúpa, náttúrulega höfn og yfir henni gnæfir Fort George, stórbrotið stjörnulaga virki frá 19. öld sem stendur á Citadel Hill.

Höfnin og lífið í kringum hana hafa gegnt lykilhlutverki í sögu borgarinnar. Við hafnarbakkann, nánar tiltekið við Pier 21, stendur merkilegt sögusafn: Canadian Museum of Immigration. Safnið er tileinkað öllum þeim innflytjendum (rúmlega milljón manns) sem komu í land í Halifax til að hefja nýtt líf í Kanada.

Annað áhugavert safn í grenndinni er Maritime Museum of the Atlantic, en þar geta gestir sökkt sér ofan í sögulega viðburði tengda hafnarstæði borgarinnar – til dæmis jómfrúarferð Titanic árið 1912. Skip frá Halifax voru send á vettvang til björgunar þegar Titanic sökk og mörg þeirra sem fórust í hörmungunum voru jarðsett í borginni.

Einnig er gaman að heimsækja litríkt blómahaf Halifax Public Gardens og borgarbókasafnið Central Library, sem unnið hefur til verðlauna fyrir sérdeilis vel heppnaðan nútímaarkitektúr.

Dagsferðir frá Halifax

Vinsælasta dagsferðin frá Halifax er til sjávarþorpsins Peggy’s Cove. Bærinn býr yfir miklum sjarma: rauðir og hvítir vitar út við klettótta strönd, smábátahöfn og víð sýn út á Atlantshafið á björtum degi. Peggy’s Cove er staðsett 45 km í suðvestur frá Halifax.

Örlítið lengra frá Halifax (í um 100 km fjarlægð) má finna hinn forvitnilega bæ Lunenburg, en menningargildi hans er skjalfest á Heimsminjaskrá UNESCO.

Bærinn var stofnaður árið 1783 og litrík timburhúsin og þröng strætin bera enn svipmót tímabilsins. Bátsferð á gamalli skonnortu fer langt með að fullkomna upplifunina.

Sömuleiðis standa til boða vinsælar dagsferðir í Annapolis Valley, aðal vínræktarhérað svæðisins. Fleiri en 20 víngerðir eru starfræktar í Nova Scotia og þér gefst færi á að smakka á fjölbreytilegu úrvali veiga, þar á meðal sérkennisvíni heimamanna, Tidal Bay.

Matarmenning í Halifax

Sjávarfang er aðall hafnarborgarinnar Halifax – klassíski rétturinn fiskur og franskar svíkur ekki og svo er auðvelt að verða sér úti um góða fiskisúpu og ljúffengan humar.

Hægt er að smakka á öllu því helstu úr framleiðslu heimamanna á Halifax Seaport Farmers Market, en þessi markaður hefur verið starfræktur síðan 1750 og telst því vera einn elsti markaður í Norður-Ameríku. Bragðaðu á því besta sem árstíðin býður upp á og taktu kræsingarnar með þér í lautarferð ef vel viðrar.

Þekktasti skyndibiti borgarinnar gengur undir nafninu donair, en honum svipar til kebab (þetta er eins konar píta með þunnskornu kjöti – best eftir nokkra drykki síðla kvölds).

Bestu staðirnir til að slappa af

Flestir veitingastaðir borgarinnar eru í miðbænum og North End, en þar er líka að finna mörg kaffihús og lítil brugghús. Það er óhætt að mæla með Agricola Street.

Meðfram bryggjunni í miðbæ Halifax liggur geysilegur fjöldi búða, bjórgarða, safna og veitingahúsa, svo eitthvað sé nefnt. Við norðurenda bryggjunnar má finna þyrpingu gamalla vöruhúsa, sem gengur undir nafninu Historic Properties. Þar eru margir góðir matsölustaðir.

Ein tiltekin gata hefur skapað sér nafn sem miðpunktur í skemmtanalífi borgarinnar. Á Argyle Street finnur þú leikhús, bistróa, veitingastaði og pöbba. Hér er kjörið að líta við og drekka eina kollu af kraftbjór frá einu af brugghúsum borgarinnar.

Samgöngur í Halifax

Í Halifax er auðvelt að komast leiðar sinnar. Við bryggjuna í miðbænum er þægilegast að ferðast um fótgangandi. Allt það helsta á þessu svæði er í göngufæri.

Á sumrin er kjörið að leigja hjól. Með strætisvagnakerfinu er hægt að ferðast út til úthverfa og nágrennis borgarinnar.

Svo má ekki gleyma einum skemmtilegasta, og ódýrasta, ferðamátanum: að sigla með ferjunni við höfnina. Hún flytur farþega milli bryggjunnar í Halifax og smábæjarins Dartmouth. Ferðin tekur um 15 mínútur.

Lengri ferðalög frá Halifax

Gott er að taka bíl á leigu fyrir þau sem hyggja á lengri ferðalög um Nova Scotia. Héraðið hefur yfir að ráða meira en 13.000 km langri strönd, þúsundum vatna, þremur þjóðgörðum og sex stöðum á Heimsminjaskrá UNESCO.

Útivistarfólk finnur hér ýmislegt við sitt hæfi. Hér eru golfbrautir og spennandi gönguleiðir og svo er víða boðið upp á siglingar með kanóa eða kajak.

Vegurinn í gegnum Cape Breton Highlands þjóðgarðinn, sem gengur undir nafninu Cabot Trail, er rómaður fyrir fegurð og fjölbreytileika landslagsins í kring.

Sömuleiðis má fara að ráðum ferðamálaráðs svæðisins og fylgja leiðinni sem kölluð er Nova Scotia Good Cheer Trail, en hún þræðir helstu víngerðir og brugghús héraðsins.