Pingdom Check

Vinnustaðurinn

Við hjá Icelandair leggjum áherslu á að allir sem tilheyra starfsliðinu vinna að sama markmiði, að við erum öll saman í liði. Hver deild á mikilvægan þátt í því að veita viðskiptavinum okkar eins góða þjónustu og kostur er á.

Mannauður

Félagið leggur áherslu á gott vinnuumhverfi og góða upplýsingagjöf sem stuðlar að frumkvæði og árangri starfsfólks. Leitast er við að efla faglega þróun starfsfólks svo það geti sem best sinnt starfi sínu, ráðið við þær breytingar sem kunna að verða í nánustu framtíð og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi.
Lesa nánar

Jafnlaunastefna Icelandair Group

Icelandair Group skuldbindur sig til að tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni.
Lesa nánar

Framkvæmdastjórn Icelandair

Alþjóðaflugstarfsemi Icelandair skipast niður á sex svið: fjármálasvið, svið stafrænnar þróunar, mannauðssvið, flugrekstrarsvið, svið þjónustu og markaðsmála og svið leiðakerfis og sölu.
Lesa nánar