Flug til Montreal með Icelandair,

Flug til Montreal á næstu þremur mánuðum

kr.
Vinsamlega notaðu leitarvélina efst á síðunni til að finna flug

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Planaðu ferðalag til Montreal með góðum fyrirvara

kr.
Vinsamlega notaðu leitarvélina efst á síðunni til að finna flug

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Ferðalag til Montreal

Athugið: Eins og sakir standa bjóðum við ekki upp á beint flug til Montreal.

Þetta er staðreynd sem fær þig kannski til að klóra þér í höfðinu: Stærsta frönskumælandi borg í heimi er í... Kanada? Þú gætir einnig spurt þig, hvernig virkar það? Svarið við því er: Það virkar eins og töfrum líkast.

Icelandair býður flug til Montreal, svo þú hefur nægan tíma til hrærast í þeim hvirfilbyl sem menning Montreal er. Það er eitthvað um að vera allan ársins hring sem gerir þessa borg alveg ómótstæðilega.

Laðar að allt árið um kring

Montreal fékk í arf alla indælustu eiginleika Kanada (sem er mikilvægt, þar sem Kanada er þekkt fyrir að vera indælt) og toppar það með frönskum heimsborgarbrag. Það skiptir ekki máli hvaða árstími er, borgin heillar í litadýrð haustlaufanna sem og þegar snjórinn hefur breytt henni í snæviþakið ævintýri. Á sumrin lifna strætin við með matarmörkuðum og kaffihúsum, að ónefndum öllum hátíðunum sem fagna jazzi, uppistandi, kvikmyndum og að sjálfsögðu gay pride.

Gamli hluti Montreal er fæðingarstaður borgarinnar og því er rökrétt að hefja skoðunarferðirnar þar: hellulögð stræti og stór torg flytja þig til annarra tíma. Gotneska basilíkan Notre-Dame er íburðarmikil bygging og ekkert minna áhugaverð en nafna hennar í París. Finndu götuna Rue St-Denis í Latínuhverfinu en barir og kaffihús þar eru vinsæl meðal námsmanna. Göngutúr um græn svæði Parc du Mont-Royal bætir og kætir en svæðið er vinsælt meðal heimamanna.

Frumlegar og framandi freistingar

Þú veist að þessi borg á eftir að bjóða upp á matarævintýri, er það ekki? Þegar franska eldhúsið mætir nýjungum nýja heimsins er útkoman sannarlega ljúffeng. Fjölmörg bístró og brasserie-staðir reiða fram franskt góðgæti en það vantar þó alls ekki upp á frumlegu réttina eða alþjóðlegu matargerðina. Markaðirnir í Montreal eru fyrsta flokks: farðu á Marché Jean-Talon í litlu Ítalíu og gefðu bragðlaukunum upplifun á heimsmælikvarða.

Vissir þú að Montreal hefur getið af sér gott orð í beyglubakstri (og veitir New York jafnvel smá samkeppni)? Við teljum okkur þó vita hvar forvitni þín liggur helst. Þig langar að vita meira um Poutine, n'est-ce pas? Rétturinn samanstendur af frönskum með ferskosti (cheese curds) sem er síðan drekkt í brúnni sósu. Þetta er í senn skyndibiti og heimagert ljúfmeti og við viðurkennum að rétturinn lítur ekkert mjög vel út. Það er samt nauðsynlegt að smakka á honum meðan Montreal er sótt heim.

Markaðsgersemar og neðanjarðarborg

Flottur stíll og góð hönnun er auðkenni Montreal (hún er eftir allt saman hönnunarborg Unesco) og markaðir geyma oft frábæran mat, tísku og fleira. Marché Bonsecours er sögulegt kennileiti sem teygir úr sér í gamla bænum. Þar eru margar handverksverslanir sem selja aðeins vörur framleiddar í Quebec. Avenue du Mont-Royal er stórkostlegur staður til að eyða deginum og gaman er að skoða flottar verslanir, fjölbreytt mannlífið og fjölda bara og kaffihúsa.

Veturnir geta verið harðir í Montreal sem gæti útskýrt af hverju sumar verslunargötur eru neðanjarðar. Réso er þekkt undir nokkrum heitum (þar á meðal sem hin skuggalega La Ville Souterraine, eða neðanjarðarborgin). Þetta er neðanjarðarkerfi á nokkrum hæðum sem samanstendur af göngum og stigum og tengir saman verslunarmiðstöðvar, neðanjarðarlestir, skrifstofuhúsnæði, hótel og margt fleira. Allt í allt er þetta um 32 km og við mælum því með að þægilegir gönguskór fái að fylgja með þegar pakkað er niður!